Svavar Knútur í Kornhlöðunni

 —  —

Kornhlaðan, Bankastræti 2, Reykjavík

Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur tónleika í Kornhlöðunni við Bankastræti laugardagskvöldið 25. janúar nk. kl. 21.00 Kornhlaðan er ný og spennandi viðbót í tónleikaflóru Reykjavíkur. Á dagskrá tónleikanna verða mestmegnis frumsamin lög, en einhver sígild íslensk sönglög gætu slæðst með í prógrammið.

Miðaverð er litlar 2.000 krónur og mun Svavar Knútur að sjálfsögðu hafa hljómplötur og alls konar til sölu, eins og góðum listamanni sæmir.